Bara bækur

Bara bækur

Við nýtum þáttinn í dag til að hampa þeim bókum sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna norðurlandaráðs fyrir íslands hönd og rýnum í skáldsöguna sem hlaut íslensku þýðingarverðlaunin. Íslensku þýðingaverðlaunin 2025 voru veitt á Gljúfrasteini fyrir um viku síðan. Verðlaunahafinn ár hlaut Elísa Björg Þorsteinsdóttir verðlaunin fyrir þýðingu sína Saga af svartri geit eftir Perumal Murugan. Rifjum upp innslag þar sem ég ræði við Giti Chandra og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur um geitasöguna góðu. Og skáldsögurnar Náttúrulögmálin, eftir Eirík Örn Norðdahl, og Armeló, eftir Þórdísi Helgadóttur, eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Það verða brot úr viðtölum við þau í þættinum. Viðmælendur: Þórdís Helgadóttir, Eiríkur Örn Nordahl, Giti Chandra og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Saga af svartri geit fær þýðingaverðlaun og fulltrúar Íslands á Bókmenntaverðlaunum NorðurlandaráðsHlustað

01. mar 2025