Bara bækur

Bara bækur

Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness hafa nú verið afhent í fjórða skiptið og að þessu sinni var það Salman Rushdie sem tók á móti þeim við hátíðlega athöfn í Háskólabíó. Rushdie er stórstjarna meðal rithöfunda hins enskumælandi heims. Nýjasta bók hans kom út fyrr á þessu ári Knife eða Hnífur: Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar þar sem hann lýsir lífshættulegri hnífaárás sem hann varð fyrir árið 2022. Þetta er í senn sjálfsævisaga og hugleiðing um dauðann, listina og hamingjuna. Við ætlum að rýna í þessa bók með Guðmundi Andra Thorssyni og Margréti Tryggvadóttur. Orðskjálfti heitir stórt norrænt ljóðaverkefni þar sem ungir ljóðaunnendur í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Íslandi velja það besta í ljóðagerð hvers lands og birta saman í úrvali. Sólin sem sefur og Hæ stóri eldfugl eru tvær nýjustu bækurnar, þriðja og fjórða bindið í seríu undir regnhlíf Orðskjálfta og taka þær fyrir árin 2022 og 23. Unnar Ingi Sæmundarson og Ása Þorsteinsdóttir sátu í sitthvorri nefndinni og segja okkur frá þessu viðamikla verkefni, að velja bestu ljóðin. Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Hnífur, Salman Rushdie og OrðskjálftiHlustað

14. sep 2024