Hlaupavargur eftir einn stærsta samtímahöfund svía, Kerstin Ekmann, kom út í svíþjóð 2022 og hlaut fyrir tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, sem nú styttist óðfluga í að verði veitt. Ekman sem er komin á tíræðisaldur kom mörgum á óvart með bókinni, hún hafði ekki gefið út skáldsögu í rúman áratug. Hlaupavargur er athyglisverð saga um samband manns við tímann og umhverfi sitt, annað fólk og sjálfan sig. Við ræðum við Skúla Thoroddsen þýðanda í þættinum og heyrum brot úr bókinni.
Ljóðakollektívan Svikaskáld var að gefa út nýtt ljóðverk, Ég er það sem ég sef. Það er fjórða ljóðbók hópsins á sjö árum sem hefur líka gefið út skáldsöguna Olíu 2021. Við förum á fund svið Svikaskáld í Gröndalshúsi í lok þáttar og ræðum um samvinnuljóðagerð, endurnýjun og listina að láta sér leiðast.
En við byrjum í Bandaríkjunum og rennum yfir nokkrar áhugaverðar bækur á stuttlista National book awards.
Viðmælendur: Skúli Thoroddsen, Svikaskáld #3 og Svikaskáld #4
Lesari: Þorgeir Ólafsson
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
National Book Award, Hlaupavargur og Ég er það sem ég sef