Bara bækur

Bara bækur

Bob Dylan er og hefur alltaf verið dulkóðaður fjöllistamaður. Þekktur fyrir að halda þétt að sér spilunum þegar forvitnir fjölmiðlamenn bera undir hann einfaldar spurningar. Stundum bullar hann í þeim eða svarar í stuttri leyndardómsfullri setningu. Að baki honum er heil hillustæða af bókmenntum frá 20. öld og aftur til fornaldar. Rimbaud, Blake, Whitman, Kerouac og Hómer. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 2016 og yfir honum er alltaf brakandi skáldskaparsól, rithöfundar, textar og trúarrit sem móta hann ekki síður en tónlist. Í þættinum þessa vikuna er dagskráin einföld: Dylan og bókmenntir. Umsjón: Jóhannes Ólafsson. Viðmælendur: Guðmundur Andri Thorsson, Fríða Ísberg og Lovísa Rut Kristjánsdóttir. Tónlist: Lay, lady, lay It ain't me babe With God on our side A hard rain's a gonna fall You're gonna make me lonesome when you go Gates of Eden The times they are a changin' When the ship comes in The ballad of Frankie Lee and Judas Priest Mr. Tambourine Man Don't think twice, it's' all right

Kveð þú, sönggyðja um Bob DylanHlustað

08. feb 2025