Bara bækur

Bara bækur

Fyrsta mál á dagskrá verður stutt hugleiðing um bók um harðstjórn og lærdóma, mörgum þykir ástand heimsmálanna víðsjárvert og hafi verið í nokkur ár. Draga þurfi fram hliðstæður af sögunni, lexíur í gömlum skruddum. Margir lesendur eru farnir að draga fram dystópískar skáldsögur til að finna samsvörun, það er aukin sala á slíkum bókmenntum síðustu mánuði. Við ætlum að fletta örlítið í einni þeirra bóka sem hafa tekið slíkt hástökk nýverið. Í ljósi nýlegra pólitískra hræringa í Bandaríkjunum hefur bók sagnfræðingsins Timothy Snyder, Um harðstjórn, öðlast nýtt líf á metsölulistum. Hann hefur verið áberandi álitsgjafi um heimsmálin, sér í lagi Úkraínu en hann hefur sérhæft sig í sögu austur Evrópu. Um harðstjórn, sem kom fyrst út árið 2017, fjallar um lærdóma 20. aldar varðandi uppgang harðstjórnar og lýðræðishrun. Hún á sérstakt erindi við samtímann. Shirley Jackson, drottning gotneskra hrollvekjubókmennta á 20. öld lést aðreins tæplega fimmtug en var gríðarlega afkastamikill og athyglisverður höfundur. Við fáum til okkar Gunnhildi Jónatansdóttur sem var að þýða skáldsöguna Við höfum alltaf átt heima í kastalanum, We have always lived in the castle sem kom út 1962. Það var allra síðasta útgefna bók Jacksons og af mörgum talin sú besta. Í hvaða samhengi er prentöldin samhliða tækniþróun samtímans? Ég ætla að segja frá bók bandaríska fræðimannsins Jeff Jarvis um Gutenberg-svigann sem hugsanlega er að lokast með tilkomu internetsins. Hver er framtíð lesturs? Stefnum við inn í öld munnmæla? Er lesandinn dauður eða var það höfundurinn?

Timothy Snyder aftur á metsölulistum, Shirley Jackson og Gutenberg-ParenthesisHlustað

28. jún 2025