Ísfirðingurinn Hörður Kristjánsson er sannur áhugamaður um góðar samgöngur á Íslandi, bara rétt eins og pabbi hans Kristján Jónsson. Kitti á Ítunni eins og hann var alltaf kallaður var svo sannarlega frumkvöðull í vegagerð og bjó til veginn um Óshlíð á árunum 1946 til 1950, auk þess að koma að gerð fyrstu jarðgangna á Íslandi í gegnum Arnarneshamar. Við Hörður ræðum í þessum þætti um samgöngur fyrri ára og stöðuna í dag.