Bíóblaður

Bíóblaður

Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Nielsen, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel Hanssen og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon eru allir grjótharðir James Bond aðdáendur og þeir kíktu til Hafsteins í annan James Bond þátt en að þessu sinni var fjallað um Pierce Brosnan og hans fjórar Bond myndir. Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Martin Campbell sé besti Bond leikstjórinn, hversu æðisleg Famke Janssen er í Goldeneye, hversu kjánalegur kvennabósi Bond getur verið, hvort Denise Richards sé trúverðug sem kjarnorkuvísindamaður í The World is not Enough, hversu fáránleg Die Another Day er og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

#295 007: Pierce Brosnan með Agli, Ísrael og TeitiHlustað

04. sep 2024