Einar Kári Jóhannsson ræðir við Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur um hinsegin sögu og Mennina með bleika þríhyrninginn: Frásögn homma af vist sinni í fangabúðum nasista á árunum 1939-1945, sem nýlega kom út hjá Sögufélagi. Hafdís Erla ritaði eftirmála að bókinni þar sem hún fjallar um ferðalag bleika þríhyrningsins frá fangabúningum samkynhneigðra manna til baráttutákns hinsegin fólks, kynjakerfi Þriðja ríkisins, minningapólitík og margt fleira sem tekið er til umfjöllunar í þættinum.
#25 Hafdís Erla Hafsteinsdóttir um Mennina með bleika þríhyrninginn