Í þriðja þætti fáum við til okkar í viðtal Sumarliða R. Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og stjórnarmann í Sögufélagi.
Sögufélag gaf nýlega út bók hans, Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland - Viðhorfasaga í þúsund ár. Í viðtalinu ræðir Sumarliði meðal annars af hverju viðhorf til Íslands og Grænlands erlendis hafa verið jafnólík og raun hefur borið vitni, en íbúar eyjanna tveggja hafa ýmist verið taldir yfirburðafólk, eða menningarsnauðir skrælingjar.
#3 Sumarliða R. Ísleifsson um Í fjarska norðursins