Blanda var upprunalega heiti tímarits sem Sögufélag gaf út á árunum 1918–1953. Markmið Blöndu voru að fræða og upplýsa almenning, og að bera söguna á borð í aðgengilegum búning.
Hlaðvarpið Blanda er afrakstur MA-verkefnis Markúsar Þórhallssonar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, og markmið hinnar nýju Blöndu eru um margt þau sömu og tímaritsins. Hér ræðir Jón Kristinn við Markús um tilgang hlaðvarpsins, tilurð þess og almennt um hlaðvörp og sagnfræði.