Hver er besta leiðin til að fagna velheppnaðri konunglegri endaþarmsskurðaðgerð? Getur það verið lífshættulegt að starfa sem hljómsveitarstjóri? Nanna Kristjánsdóttir veltir þessu fyrir sér, ásamt öðru, í nýjasta þætti af útvarpsþættinum Classic, en umfjöllunarefnið að þessu sinni er barrokkmeistarinn Jean-Babtiste Lully.