Margt er aðdáunarvert í sögu mannkynsins. Stórkostlegar uppgötvanir í vísindum, glæst listaverk og félagslegar umbætur. Því miður hafa átök og blóðsúthellingar einnig spilað stórt hlutverk. „Stríð er helsta hreyfiafl sögunnar“ - sagði rússneski byltingarleiðtoginn Leon Trotsky eitt sinn. Margir frægustu einstaklingar sögunnar voru herforingjar. Má nefna t.d. Napóleon og Alexander mikla. Að hafa stjórn á herjum og samræma aðgerðir á vígvelli er þó ekki hæfileiki sem öllum er gefinn. Í þessum þætti hefur Flosi tekið saman fimm einstaklinga sem hann telur langverstu herforingja sögunnar. Slakir leiðtogahæfileikar þeirra höfðu oft afdrifaríkar afleiðingar. Má telja fullvíst að þúsundir, jafnvel milljónir hafi glatað lífinu vegna vanhæfni þeirra.
Miðar hér á ferðalag okkar um landið í janúar.
Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon
Vefverslun Drauganna
Tónlistin úr þáttunum
Umræðuhópur Drauganna á Facebook