Ein Pæling

Ein Pæling

Þórarinn ræðir við Gunnar Úlfarsson, hagfræðing hjá Viðskiptaráði um svarta sauði á opinberum vinnumarkaði og húsnæðismál. Fjallað erum áhrif þess á vinnustaðamenningu að yfirmenn hafi fá sem engin bjargráð til þess að losa sig við lélega starfsmenn. Rætt er um afleiddar afleiðingar á vinnuþrek annarra starfsmanna og hvernig til langs tíma þetta fyrirkomulag mun koma til með að rýra þjónustu hjá hinu opinbera. Í síðari hluta hlaðvarpsins er rætt um húsnæðismarkaðinn með tilliti til þess hversu mikið af framboði húsnæðis fer utan almenns markaðs. Þetta hefur áhrif á fasteignaverð og framboðskosti þar sem bjögun hins opinbera minnkar fyrirsjáanleika sem hefur áhrif á vilja verktaka til þess að ráðast í verkefni. - Afhverju eru svartir sauðir ekki reknir hjá hinu opinbera? - Minnkar Reykjavíkurborg húsnæðisframboð með niðurgreiddu húsnæði?- Hvaða áhrif hefur bjögun á húsnæðismarkaði á fjölskyldumynstur? Þessum spurningum er svarað hér. Til að fá þessa þætti án auglýsinga og undan öðrum má fara inn á: www.pardus.is/einpaelingeða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408Kt. 4404230270 Samstarfsaðilar:Poulsen Happy Hydrate Bæjarins Beztu Pylsur Alvörubón

#428 Gunnar Úlfarsson - Svartir sauðir þrífast best á opinberum vinnumarkaðiHlustað

18. jún 2025