Ein Pæling

Ein Pæling

Þórarinn ræðir við Brynjar Karl enn á ný þar sem að þessu sinni er rætt sérstaklega um aðkomu borgarinnar og samskipti hennar við Aþenu, körfuknattleikliðs sem hefur verið undir stjórns Brynjars frá upphafi. Fjallað er sérstaklega um málefni Breiðholtsins sem hafa verið mikið í deiglunni undanfarin misseri. Farið er yfir þær félagslegu áskoranir sem hafa farið síversnandi, menningarlegar áskoranir, aukna glæpahneigð og fleira, sem Brynjar segir að hægt sé að bæta með auknu íþróttastarfi. Þrátt fyrir þá sýn virðist Reykjavíkurborg ekki deila þeirri hugsjón og ætlar Reykjavíkurborg að hætta stuðningi við Aþenu, sem Brynjar segir að muni leiða til þess að íþróttafélagið verði lagt niður. - Hvað þýðir það fyrir Breiðholtið að Aþena verði lögð niður? - Afhverju virðist Reykjavíkurborg ekki hafa áhuga á því að takast á við félagsleg vandamál í Breiðholti? - Hvernig betiri Þorsteinn V. eigin hlaðvörpum í kennslu í kynjafræði?Þessum spurningum svarar Brynjar hér. Til að styðja við þetta framtak má fara inn á:www.pardus.is/einpaelingeðaLeggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270  Samstarfsaðilar:PoulsenHappy HydrateBæjarins BeztuPylsurAlvörubón

#425 Brynjar Karl - Er ævintýri Aþenu lokið?Hlustað

04. jún 2025