EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Ruslið okkar kemur upp um okkur segja sérfræðingarnir. EKKERT RUSL er að vonum skemmtilegt og lifandi hlaðvarp um umhverfismál í umsjón Lenu Magnúsdóttur, sem hefur verið umhverfissinni frá fæðingu og Margréti Stefánsdóttur, sem er ekki beint umhverfissinni en er öll af vilja gerð að læra. Við fáum til okkar skemmtilega og jafnvel óvenjulega gesti í samhengi við umhverfismál sem og viðmælendur sem þekkja hvað best til málanna. Umhverfisvernd er heita kartaflan í dag – flestir hafa eitthvað til málanna að leggja, eða vilja það að minnsta kosti. Það er ekki nóg að kaupa Teslu og telja sig umhverfisverndarsinna - það þarf víst aðeins meira til. Kannski slæðast nokkrir fræðslumolar með inn á milli í þessu hlaðvarpi til þess að hjálpa venjulegum íslenskum heimilum að bæta sig í umhverfisvernd. Við sitjum víst öll í sömu súpunni og þurfum að hysja upp um okkur. Við getum þetta saman.

  • RSS

EKKERT RUSL - Sea Growth er frumkvöðlafyrirtæki sem hyggst rækta fiskmeti með hjálp vísindanna með því að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Birgitta Guðrún Schepsky Ásgrímsdóttir er einn stofnenda Sea Growth. Hlustað

23. maí 2024

EKKERT RUSL - "Hættum að væla og hugsum í lausnum,, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra í líflegu viðtali. Hlustað

24. apr 2024

EKKERT RUSL - Carbfix er fyrirtæki sem við erum afar áhugasamar um því þar virðast gerast töfrar sem líkja eftir náttúrunni til þess að stuðla að hreinna andrúmslofti. Hlustað

27. mar 2024

EKKERT RUSL - Hún hefur lyft grettistaki þegar kemur að því að nýta mat þannig að allir hafi hag af. Bergrún Ólafsdóttir starfar nú sem verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Samkaupum en var áður hjá Hjálpræðishernum.Hlustað

13. feb 2024

EKKERT RUSL - Matarleifarnar okkar eru að miklu leyti að fara í réttan flokk, eða allt að 70%, eftir að nýtt samhæft ruslflokkunarkerfi tók gildi. Þetta segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta-og viðskiptaþróunarstjóri Sorpu. Hlustað

17. des 2023

EKKERT RUSL - Að þessu sinni fórum við Ekkert rusl tvíeykið á Matvælaþing sem haldið var í Hörpu og settum upp pop-up hlaðvarp. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra er fyrst níu viðmælenda sem við tókum tali í þessum fræðandi og lifandi þætti. Hlustað

17. nóv 2023

Ekkert rusl - Hvernig getum við nært okkur án þess að ganga um og of á móður jörð? Þessu svarar Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, í þessum nýjasta þætti. Hlustað

01. nóv 2023

Ekkert Rusl - Steinunn Sigurðardóttir okkar farsælasti fatahönnuður og listakona segir okkur frá því hvernig hún umgengst klæðnað og talar um heiminn út frá fataframleiðslu.Hlustað

04. maí 2023