EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Nýr heimur opnaðist þeim Lenu og Margréti þegar þær ræddu við Birgittu sem er einn af fjórum stofnendum frumkvöðlafyrirtækisins Sea Growth. Fyrirtækið hlaut Gulleggið 2024 en hugmyndin gengur út á það að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum svokallaðan vistfisk. Ferlið er þannig að frumusýni er tekið úr villtum heilbrigðum fiski og frumurnar ræktaðar upp í þar til gerðum líftönkum. Draumurinn er að hefja starfsemina á Íslandi til þess að nota endurnýjanlega orku og íslenskt vatn. Til tals komu 3D prentarar í tengslum við matvæli og margt annað framandi. Lena og Margrét spyrja spurninganna eins og þær séu börn því þessi vísindi eru fyrir þeim eins og í vísindaskáldsögu. En raunin er sú að þess er ekki langt að bíða að vistfiskur, framleiddur úr frumum, verði lentur á disknum okkar ef allt gengur að óskum hjá Sea Growth.

EKKERT RUSL - Sea Growth er frumkvöðlafyrirtæki sem hyggst rækta fiskmeti með hjálp vísindanna með því að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Birgitta Guðrún Schepsky Ásgrímsdóttir er einn stofnenda Sea Growth. Hlustað

23. maí 2024