The 4 hour work week kom út árið 2007 og er skrifuð af Tim Ferris. Bókina má vel kalla sjálfshjálparbók en tilgangur hennar er að hjálpa lesendum að hanna líf sitt og einfalda með það að lokamarkmiði að fara vel með það dýrmætasta sem við öll eigum sem er tími okkar. Ferris sýnir með dæmum að hin hefðbundna leið til starfsframa og sóun á tíma er alls ekki sú eina rétta. Öll dreymir okkur að verða rík. En ríkidæmið í draumum okkar snýst oftast um að við eigum nóg af tíma í að gera allt það sem okkur langar til að gera. Ferriss segir að alltof oft bíðum við þangað til við hættum að vinna til að ná þeim draumum og við getum vel tekið okkur löng frí, unnið í fjarvinnu og flutt til annara landa og látið drauma okkar rætast. Með því að hámarka afköst og einblína á styrkleika okkar getum við skapað meiri tíma fyrir okkur sjálf og um leið orðið raunverulega rík. Bók þessi hefur verið þýdd á um 40 tungumál og selst í yfir 2 milljónum eintaka. Tim Ferriss er í dag heimsfrægur og er hægt að lesa meira um hann hér.Bókina er hægt að kaupa á Amazon sem harðspjaldabók eða kindle Auk þess er hana að finna á Audible sem hljóðbók.
The 4 Hour Workweek - hámarksafköst með minni vinnu