Bókin The Goal eftir Elyahu Goldratt kom út árið 1984. Í þessari bók kynnir höfundur heiminn fyrir kenningu sinni um flöskuhálsa (e. theory of constraints, TOC). Kenningin er notuð sem aðferð til að koma auga á flöskuhálsa í rekstri sem koma í veg fyrir að markmiðum sé náð. Aðferðirnar sem hann leggur svo til bæta kerfisbundið flöskuhálsinn þar til hann er ekki lengur takmarkandi þáttur. Þetta er ein af þeim bókum sem Jeff Bezos, stofnandi og aðaleigandi Amazon og einn ríkasti maður í heimi, gerir kröfu um að stjórnendur sýnir lesi. Hann notar reyndar líka umgjörðina sem bókin lýsir til að skipuleggja framtíð Amazon.Í þættinum er vísað í viðtal Kjartans þar sem hann ræðir um bókina RIch Dad Poor Dad. Það viðtal má finna hér á Spotify.Hægt er að kaupa bókina af AmazonHún fæst einnig sem hljóðbók á Audible