Ömmgurnar fá til sín góðan gest í þessum þætti en það er hún Andrea Eyland í Kviknar samfélaginu. Andrea á 5 börn, rekur fyrirtæki og er framkvæmdarstjóri fjölskyldunnar sinnar. Hún ræðir um fjölskyldulífið, þriðju vaktina, sjálfsrækt, barnvænt samfélag og margt fleira.Atvinnuþátttaka kvenna hefur stóraukist og samfélagið mikið breyst á síðastliðnum áratugum. Það sem hefur lítið breyst er fjölskyldan og skyldurnar sem fylgja slíkum rekstri og rekstrarstjórarnir eru oftast konur sem eru nú einnig útivinnandi. Hvernig er hægt að halda heilsu í svona krefjandi umhverfi og hvað er til ráða? Hvernig og hvað er rétt að velja? Að vera heimavinnandi? Að vinna úti? Gera bæði? Er það hægt án þess að enda í kulnun?Katla sér um kynningu og lokaorð að vanda og nú er hún staðráðin í að æfa sig í einu verkefni heima. Verkefni sem hlustendur þurfa kannski að æfa líka?Fjölskyldan ehf á facebookFjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.comStyrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com