Löngu, skemmtilegu og eftirminnilegu tímabili er lokið. Þór Þorlákshöfn er Íslandsmeistari og þurfti að gera upp lokaeinvígið við Keflavík. Einnig var farið yfir viðurkenningar, mölbúahátt KKÍ, leikmannamál, mál Kristófers Acox, leikjadagskrá næsta tímabils og fleira.