Heiðar og Árni settust niður til að gera upp annan Fjórðung tímabilsins. Rætt var um dómarastéttina og svo rennt yfir liðin tólf í Subway-deild karla í körfuknattleik. Sum lið eru í vondum málum, sum lið eru bara skrýtin, önnur lið sigla lygnan sjó og svo eru lið sem eru mjög góð og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.