Flugucastið

Flugucastið

Ok ok kæru kastarar. Það var nördast í þessum þætti því það er enginn annar en Hrafn H. Hauksson sem mætti í castið og fór yfir sinn stutta en gríðarlega merkilega veiðiferil. Hér er kafað djúpt í misflóknar pælingar í veiðinni. Taumar, Euronymphing, stangir og flest tæknileg afbrigði af fluguveiði. Talað er um Kjósina, Minnivallarlæk og að sjálfsögðu Varmá. Í þessum þætti ættu flestir að læra eitthvað nýtt. Njótið, við nutum. Sæonara.

Flugucastið #19 - Sumarstrákur, Euronymphing og KjósinHlustað

15. nóv 2019