Rætt er við þau Matthías Sveinbjörnsson forseta Flugmálafélags Íslands og Steinunni Maríu Sveinsdóttur safnstjóra Flugsafns Íslands á Akureyri um flugsýningar og ýmsa fjölbreytta viðburði sem eru á döfinni í sumar bæði fyrir sunnan og norðan. Farið er yfir margs konar fjölbreytt starf í grasrót flugsins um allt land og hvernig margir vinna gríðarlega mikið og óeigingjarnt starf til að viðhalda og efla flugstarfsemi í landinu. Að kynna flugið fyrir almenningi hefur mikla þýðingu og þar leika ekki síst flugsýningar og flugsafnið fyrir norðan lykilhlutverk.
#114 – Flugsumarið - flugsýningar, viðburðir, vélflugið og nauðsynleg endurnýjun í grasrót flugsins – Matthías Sveinbjörnsson og Steinunn María Sveinsdóttir