Rætt er við Kristján Má Unnarsson frétta- og dagskrárgerðarmann um nýja sjónvarpsþáttaröð sem hann hefur umsjón með og er að hefja göngu sína á Stöð 2 í september. Þættirnir heita Flugþjóðin og þar fá áhorfendur innsýn í þessa stóru atvinnugrein okkar Íslendinga í dag bæði hérlendis og ekki síður útrás íslenska fluggeirans á erlendri grundu. Kristján er sjálfur lærður einkaflugmaður og segir hér frá áhugaverðu fólki og fyrirtækjum í fluginu sem hann hefur tekið tali við gerð þessara þátta.
#87 – Íslenska flugævintýrið er enn í dag – Flugþjóðin – Kristján Már Unnarsson