Flugvarpið

Flugvarpið

Jakob Ólafsson fyrrverandi flugstjóri á þyrlum og flugvélum Landhelgisgæslunnar segir hér frá ýmsu áhugaverðu sem á daga hans dreif á áratugaferli sem atvinnuflugmaður, lengst af í björgunar- og sjúkraflugi fyrir Landhelgisgæslu Íslands og síðustu árin í gæsluflugi fyrir Frontex. Jakob var einnig flugmaður um tíma hjá flugfélaginu Erni á Ísafirði um það leyti þegar hörmuleg slys urðu hjá félaginu sem m.a. ollu því að hann söðlaði um og fór til Landhelgisgæslunnar. Jakob rifjar upp fyrstu árin í þyrlufluginu, baráttu fyrir að komast í nám í Bandaríkjunum og við að safna reynslu áður en hann var ráðinn til þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar árið 1987. Þá segir hann frá ýmsum merkilegum atburðum sem hann upplifði á sínum langa starfsferli í flugsveit gæslunnar og ekki síst á þyrlunum TF-SIF og TF-LÍF.

#105 – Þakklátur fyrir áratuga feril í björgunar- sjúkra og eftirlitsflugi – Jakob ÓlafssonHlustað

04. mar 2025