Flugvarpið

Flugvarpið

Í þessum þætti er rætt við Viðar Jökul Björnsson flugvallarstjóra á Reykjavíkurflugvelli og umdæmisstjóra ISAVIA á Suðurlandi. Á Reykjavíkurflugvelli vinna hundruð manna í sérhæfðum störfum. Völlurinn er miðstöð fyrir Landhelgisgæslu Íslands og er mikilvægasti völlurinn fyrir sjúkraflug í landinu ásamt því að gegna hlutverki sem varaflugvöllur og þar er líka miðstöð fyrir kennsluflug og einkaflug. Nú er unnið að nýjum skipulagsreglum fyrir völlinn sem hafa ekki verið endurnýjaðar síðan 2009. Starfsleyfi heilbrigðiseftirlits borgarinnar þarnast einnig endurnýjunar og á sama tíma óskar borgarráð eftir að takmarka enn frekar umferð um völlinn. Viðar Jökull flugvallarstjóri berst fyrir því að völlurinn geti sinnt sínu hlutverki með sóma og fer hér yfir ýmis mál sem tengjast starfsemi þessa mikilvæga samgöngumannvirkis allra landsmanna.

#111 - Reykjavíkurflugvöllur undir hæl borgarinnar – nýjar skipulagsreglur í vinnslu – borgin vill einkaþotur og þyrlur burt og takmörk í starfsleyfið – Viðar Jökull Björnsson flugvallarstjóri BIRK.Hlustað

28. apr 2025