Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Jóhann Óskar Borgþórsson flugstjóra hjá Play og fyrrverandi yfirflugstjóra félagsins, um hans merkilegan feril, starfið og breytingar framundan hjá Play. Eftir meira en áratug sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair tók Jóhann Óskar stökkið árið 2017, sagði upp störfum og réð sig sem flugstjóra til Wow sem fór síðan í gjaldþrot tæpum tveimur árum síðar. Eftir það tók við ævintýri á framandi slóðum, en þegar Play hóf flugrekstur var Jóhann Óskar ráðinn flugstjóri og síðar yfirflugstjóri hjá félaginu og hefur tekið þátt í að byggja upp flugrekstur félagsins sem hann segir hafa verið einstakt afrek og gefandi vinna. Fyrr á þessu ári hætti hann sem yfirflugstjóri og er nú farinn að sinna stéttarfélagsmálum fyrir ÍFF íslenska flugstéttarfélagið, þar sem hann segir alla vinna af heilindum að bættum hag félagsmanna og segir gagnrýni á félagið oft ómaklega.

#97 – Ekki í baksýnisspeglinum – yfirflugstjóri PLAY - stéttarfélagið ÍFF – Jóhann Óskar BorgþórssonHlustað

23. des 2024