Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Jóhann Skírnisson fyrrverandi flugstjóra hjá Flugfélagi Norðurlands FN, og síðar Flugfélagi Íslands. Hann rifjar upp magnaðar sögur af STOL (Short Take Off and Landing) flugi á Grænlandi þar sem oft var farið að ystu mörkum bæði flugvéla og manna til að láta hlutina ganga upp. Í STOL flugi var flogið á mjög lágum hraða í lítilli hæð og því lítið rúm fyrir mistök eða ónákvæmni. Jóhann er sveitamaður fram í fingurgóma, tillukarl og stoltur „bush pilot“. Hann hóf flugmannsferilinn sem flugkennari á Akureyri, fékk í framhaldi ráðningu á Twin Otter hjá FN. Jóhann er bráðskemmtilegur sögumaður og segir hér frá ótrúlegri elju og dugnaði Íslendinga í flugstarfsemi í afar krefjandi aðstæðum.

#110 – „Það verður að vera vit í vitleysunni“ – Sögur af STOL operation á Grænlandi og ræningjunum með rauða stélið – Jóhann SkírnissonHlustað

17. apr 2025