Rætt er við Einar Örn Ólafsson forstjóra lággjaldaflugfélagsins PLAY í tilefni af ársuppgjöri félagsins fyrir 2024. Tap af rekstrinum var rúmir 4 milljarðar króna á árinu en að teknu tilliti til niðurfærslu á yfirfæranlegu skattalegu tapi nemur heildartapið um 9 milljörðum. Forstjórinn er samt brattur fyrir komandi mánuði en segir það taka tíma að breyta kúrsinum á félaginu eins og boðað hefur verið. Ætlunin er að færa 3 vélar félagsins til dótturfélags Play á Möltu sem leigðar verði í arðvænleg verkefni. Um leið verði fókus á arðbærar flugleiðir til og frá Keflavík og minni áhersla á tengiflug til Bandaríkjanna.
#104 – PLAY breytir um kúrs – ætla snúa við taprekstri með útleigu véla og nýjum áherslum í KEF– Einar Örn Ólafsson