Hrefna Jóhannesdóttir hefur marga hatta. Hún er skógarbóndi, skipulagsfulltrúi , oddviti og ýmislegt fleira. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni á Silfrastöðum í Akrahreppi í Skagafirði á skógræktarjörð. Hún segir okkur frá hvaðan skógræktaráhuginn kemur og tækifærunum í skógræktinni, störfum sínum sem hún vinnur mikið til í fjarvinnu af heimili sínu á Silfrastöðum og oddvitahlutverkinu svo fátt eitt sé talið.