Þröstur Erlingsson og kona hans Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir stunda blandaðan búskap í Birkihlíð í Skagafirði.
Þau hafa stigið áhugaverð skref í átt til þess að auka virði framleiðslu sinnar með því að koma upp kjötvinnslu á bænum. Þröstur segir okkur frá því hvernig það hefur gengið og hvað hefur helst komið á óvart við að vera í beinum tengslum við neytendur.