Jóhannes Gunnar Þorsteinsson starfar sem tölvuleikjahönnuður í Vesturárdal í Húnaþingi vestra. Hann starfar aðallega fyrir Hollenskt fyrirtæki og á í samstarfi við aðila út um allan heim - allt af skrifstofunni sinni á Kollafossi.
Við fengum að heyra hvaða leið Jóhannes fór til að mennta sig í leikjahönnun og hvað hann gerir til að viðhalda tengslum við leikjaheiminn þó hann sé búsettur fjarri honum.