Gleðilegt nýtt ár! Enski boltinn var á fleygiferð í kringum jólahátíðina en í þessum þætti er farið yfir það helsta.
Manchester United er mikið á milli tannana á fólki þessa dagana en falldraugurinn gælir við liðið. Það er aðeins sjö stig í fallsvæðið eftir þrjá tapleiki í röð.
Liðið er hreint út sagt ömurlegt og það er dimmt yfir Old Trafford.
Liverpool er sem fyrr á toppnum, Arsenal átti góð jól en það sama er ekki hægt að segja um Chelsea sem svo gott sem stimplaði sig út úr titilbaráttunni.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson fór yfir málin með Magnúsi Hauki Harðarsyni og Hjálmari Aroni Níelssyni, stuðningsmanni Newcastle.
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól