Ísland er úr leik á Evrópumótinu eftir tvö töp í tveimur leikjum. Við eigum ekki lengur möguleika á því að komast áfram sem er gífurlega sárt.
Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá leikmönnum, starfsfólki og stuðningsmönnum Íslands í gær enda voru markmiðin stærri en þetta.
Ísland er úr leik þegar einn leikur er eftir í riðlinum og er hægt að segja að maður finni fyrir ákveðinni tómleikatilfinningu út af þessum vonbrigðum.
Undirritaður, Guðmundur Aðalsteinn, settist niður með Eddu Sif og Einari Erni frá RÚV í Thun í dag og gerði upp vonbrigðin.