Frjálsar hendur

Frjálsar hendur

Hannes Þorsteinsson fæddist á Brú í Biskupstungum árið 1860. Hann komst til mennta þó hann væri af fátæku bændafólki kominn og tók próf frá Prestaskólanum árið 1888, en stundaði aldrei prestskap. Hann fékkst við kennslu, var ritstjóri Þjóðólfs 1892 til 1909 og var þingmaður Árnesinga frá 1900 til 1911. Hann var þjóðskjalavörður lengst af og forseti Sögufélagsins. Eftir að hann lést kom í ljós að hann hafði skrifað sjálfsævisögu sína, sem átti að geymast innsigluð fram að 100 ára afmælisdegi hans. Illugi Jökulsson hefur lestur ævisögunnar í þessum þætti.

Minningar Hannesar ÞorsteinssonHlustað

29. maí 2022