Georg Lúðvíksson er gáfnaljós þáttarins. Georg er hugbúnaðarverkfræðingur og er einn af stofnendum Meniga, lauk einnig MBA námi við Harvard háskólann með áherslu á nýsköpun (e. entrepreneurship) auk þess að hafa stofnað fleiri fyrirtæki.Georg deilir góðfúslega af nýsköpunarreynslu sinni í stuttu spjalli, en við ræddum m.a. hvaða mítur eru í umtali um nýsköpun í dag, hvað þarf til þess að láta góðar hugmyndir verða að góðum lausnum, hvað ber að forðast eins og heitan eldinn í nýsköpun og margt fleira sem kom skemmtilega á óvart. Ef þú ert að burðast með nýskapandi lausn í huganum er þetta þáttur fyrir þig!Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson