Sylvía Briem Friðjónsdóttir er gáfnaljós þáttarins.Samkvæmt internetinu er "taugaáfall" ekki læknisfræðilegt hugtak. Stundum er orðinu flengt fram í ákveðnu kæruleysi þegar fólk er í raun að upplifa yfirþyrmandi atburði sem hafa ekki alvarleg áhrif á heilsu þeirra.Við ræddum upplifun Sylvíu af raunverulegu taugaáfalli og áhrif þess á heilsu hennar sem hún gekk í gegnum aðeins 21 ára gömul. Tilfinningalegt álag, hormónasveiflur í tíðahringnum, jarðýtan og margt fleira kemur við sögu sem ég átti ekki von á að ræða í þessum þætti. Sylvía er ein af þáttastjórnendum Normsins sem er hlaðvarp með hráu plebbaspjalli um mannlegheit og leiðir til þess að gera lífið skemmtilegra. Mæli með! Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson