Ármann Halldórsson er Gáfnaljós þáttarins. Loftgæði innandyra eru flókin blanda af lífrænum og ólífrænum efnum eins og örverum, örveruögnum, eiturefnum, ofnæmisvökum og fleiru til. Inn- og útstreymi lofts, lifnaðarhættir og ástand fasteigna hefur allt áhrif á loftgæðin okkar og Ármann fer vel yfir hvernig þetta allt saman virkar og hvað við getum gert til þess að hámarka loftgæði heimafyrir.Sannarlega fræðandi og eiginlega mjög nauðsynlegt samtal sem ég vona að nái til sem flestra heimila!Skoðanasarpur Gáfnaljóss er aðhaldsvettvangur hlustenda þáttarins á FacebookStef: When I'm Small með PhantogramUmsjón: Sveinbjörn Ingi Grímsson