Hann hafði hugsað sér að verða bakari eða flugmaður en varð í staðinn gítarleikari í heimsþekktri hljómsveit. Þú gætir hafa séð hann munda gítarinn í sjónvarpinu, í Saturday Night Live, hjá spjalldrottningunni Ellen, eða bregða fyrir í Game of Thrones. Brynjar Leifsson er hins vegar bara venjulegur strákur frá Keflavík sem vann upp í flugstöð þegar heimsfrægðin bankaði á dyr. Að ferðast um heiminn er ekki bara gleði og glaumur. Í einlægu viðtali gefur Brynjar gefur okkur innsýn í þann heim og svo blákaldan veruleikan þegar heim er komið.