Grindvíkingurinn Helgi Jónas var hálfgert undrabarn í körfubolta. Hann þótti á tímabili einn efnilegasti unglingur Evrópu og gerðar voru til hans miklar væntingar. Um tvítugt var hann kominn í atvinnumennsku þar sem hann sem hann bjóst við að upplifa drauma sína. Hið þveröfuga gerðist og andlegt fall blasti við Helga. Hann burðaðist með kvíða og depurð án þess að ræða það um árabil á meðan hann vann titla og hlaut verðlaun í íþrótt sinni með heimaliðinu Grindavík. Síðan hefur hann talað opinskátt um sína erfiðleika sem ættu að reynast ungu fólki mikil lexía. Helgi ræðir hér opinskátt um ástar- og stundum haturs samband sitt við körfuboltann. Hvernig hann hóf sína andlegu vegferð, hvernig hann sneri sér að líkamsrækt og stofnaði Metabolic sem nú á hug hans allan.