Þessi þáttur er NEGLA þó ég segi sjálf frá. Rósa Líf Darradóttir, læknir, grænkeri og aktívisti kom til mín í alveg ótrúlega fræðandi viðtal þar sem við ræddum áhrif plöntumiðaðs mataræðis á heilsu okkar. Hún fór nýlega erlendis á Vegmed, stærstu ráðstefnu plantbased heilbrigðisstarfsfólks í Evrópu. Hún segir okkur frá ráðstefnunni og við förum um víðan völl til að kafa ofan í þetta víðamikla málefni. Rósa er einstaklega góð í að segja flókna hluti á einföldu mannamáli en við ræddum meðal annars um : Tengsl mataræðis við sjúkdóma og þá sérstaklega krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómaPlöntufæði sem læknisfræðilegt meðferðarúrræðiÞurfum við að taka mark á næringarráðleggingum um æskilega eða skaðlega næringu? Hvað þýðir það að ákveðnar matvörur sé flokkaðar sem skaðlegar eða krabbameinsvaldandi? Þessi þáttur er í boði Kökulist Bakarí en þar er hægt að fá gómsætar kökur með prentuðum myndum og rooooooooooooosalega góðum mini kleinuhringjum sem þú verður eiginlega að prófa.. -Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie