Þó mörgum finnist erfitt að trúa því er stundaður verksmiðjubúskapur á ýmsum dýrategundum á Íslandi. Dýrunum er haldið í miklum þéttleika og beitt er tilteknum aðferðum til að auka framleiðslu umfram náttúrulega getu umhverfisins. Velferð dýranna er þannig fórnað fyrir hámarks hagnýtingu afurða. "Það hefur aldrei verið eins samfélagslega viðurkennt að dýr eru skyni gæddar verur, að það eigi að fara vel með þau og að þau njóti ákveðna réttinda innan lagalegs ramma. En á sama tíma höfum við aldrei farið jafn illa með dýr í matvælaiðnaði". Rósa Líf Darradóttir, læknir og dýravinur er í stjórn Samtaka um dýravelferð. Hún kom í heimsókn og sagði frá herferðinni sem samtökin hrintu af stað undir heitinu "Styður þú verksmiðjubúskap þessi jól?" Þar sem þau vekja athygli á aðstæðum svína í matvælaiðnaði á Íslandi. Hún útskýrir hvernig flestum svínum á Íslandi er slátrað með grimmilegum hætti í gasklefum og hvetur fólk til að velja með veskinu og styðja ekki við slíka meðferð á dýrum. Þessi þáttur er í boði Vegan búðarinnar og jömmIntro: These walls don't lie - Promoe-Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie