Í þættinum ræðir Eva við Áslaugu Guðný Unnsteinsdóttur einkaþjálfara um allt sem viðkemur vegan líkamsrækt. Við förum yfir raunhæfar væntingar til mataræðis og þjálfunar og reynum að svara eftirfarandi spurningum: Er hægt að telja macros á vegan mataræðiHvaða næringarsjónarmið þarf vegan fólk í líkamsrækt að spá íHvaða vegan matur er próteinríkur og hvernig er hægt að koma honum inn í máltíðir dagsinsFæðubótaefni -þurfum við þau?Þetta og meira til finnur þú í þættinum og nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum Grænkersins. Ef þú hefur gaman að þættinum hver ég þig til að ýta á follow eða subscribe á þinni hlaðvarpsveitu. Þannig heldur appið utan um gamla og nýja þætti og hjálpar í leiðinni hlaðvarpinu að ná til fleirri hlustenda. Þú ræður en takk samt!Intro: Promoe - These walls don't lie-Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie
Er hægt að ná árangri í líkamsrækt á vegan mataræði? - Áslaug Guðný Unnsteinsdóttir einkaþjálfari