Í þessum þætti af Grænkerinu fáum við Rósu Maríu, einn af stofnanda Vegan búðarinnar og Jömm í heimsókn. Hlustendur ættu að kannast við Rósu en kom einnig að stofnun Grænkersins og er sannkallaður frumkvöðull . Hún er einnig heljarinnar matgæðingur. Hún gifti sig í sumar og hélt að sjálfsögðu snar-vegan veislu innblásna af Jömm veitingum og sænskum snafsvísum. Við fórum yfir veitingar, vín, fatnað og svo auðvitað félagslega þáttinn. Við ræðum hvernig non-vegan fjölskyldu og vinum fannst að mæta í vegan brúðkaup? Hvað er ekki vegan við vín? Hverju þarf að spá í varðandi brúðarkjól og spariföt?Intro: Promoe - These walls don't lie-Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie