ÚFF.. Í þessum þætti kom Rósa María, meðstofnandi Grænkersins í heimsókn og við tókum fyrir HOT TAKES vegan edition.. Það tók ekki langan tíma fyrir Evu að fara í flækju og ég er ekki frá því að þetta sé ponsu óþægilegt en ég meina þetta er bara á milli okkar.. Minni á að þetta eru okkar skoðanir en það er engin vegan lögregla sem ákveður hvað er rétt og rangt. You do you. Þessi þáttur er í boði Ethique sem framleiðir plastlausar hár- og húðvörur! Inn á hlustendavakt Grænkersins á facebook gefum við tveimur heppnum stútfullan gjafapoka af vörum frá Ethique, dregið verður úr leiknum 24. september-Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie