Grænkerið

Grænkerið

Fyrstu opinberu ráðleggingarnar um vegan mataræði hafa litið dagsins ljós. Embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Háskóli Íslands settu saman ráðleggingar í samvinnu við Samtök grænkera. Óla Kallý Magnúsdóttir, næringarfræðingur hjá Þróunarmiðstöð Íslenskrar heilsugæslu og aðjúnkt við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ var ein af þeim sem samdi ráðleggingarnar og kom hún í heimsókn til okkar að ræða ferlið allt. Intro:  Promoe - These walls don’t lie-Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie

Ráðleggingar um grænkerafæði x Óla Kallý frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæsluHlustað

11. okt 2022