Guð-spjall

Guð-spjall

Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson er gestur þáttarins að þessu sinni og ræðir við okkur um þýðingaraðferðir. Sérstaklega er rætt um Jesaja og þakkarsálm Hiskia konungs, sem var viðfangsefni doktorsrannsóknar hans. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós, t.d. leysir hann þýðingarvanda sem aðrir hafa verið ráðþrota yfir. En hér er textinn sem er til umræðu og það er 16 versið sem hefur valdið mestum heilabrotum.  9 Sálmur sem Hiskía, konungur Júda, orti þegar hann hafði náð sér af veikindum sínum: 10Ég sagði: Á miðjum aldri verð ég að fara burt, kvaddur að hliði heljar þau ár sem ég á eftir. 11Ég sagði: Ég fæ ekki að líta Drottin á landi lifenda, fæ ekki framar menn að sjá meðal þeirra sem byggja heiminn. 12Bústaður minn var rifinn niður, vafinn saman eins og tjald hjarðmanns. Þú vafðir líf mitt upp eins og vefari, skarst mig frá uppistöðunni. Frá morgni til kvölds þjakar þú mig. 13Allt til morguns hrópaði ég á hjálp, hann molaði öll mín bein eins og ljón. 14Ég tísti eins og svala, kurraði sem dúfa, augu mín mæna til hæða. Drottinn, ég er aðþrengdur, bjargaðu mér. 15Hvað get ég sagt? Hann hefur bæði sagt mér þetta og gert það sjálfur. Ég vil ganga í auðmýkt öll æviár mín þrátt fyrir beiskju lífs míns. 16Drottinn, vegna þessa lifa menn og því mun líf mitt styrkjast og þú munt veita mér heilsu og líf. 17Beiskja mín varð mér til góðs, þú varðveittir líf mitt frá gröf eyðingarinnar því að þú varpaðir öllum syndum mínum aftur fyrir þig. 18Helja þakkar þér ekki, dauðinn lofar þig ekki, þeir sem hverfa í gröfina vona ekki á trúfesti þína. 19Sá einn sem lifir þakkar þér eins og ég nú í dag. Feður munu segja börnum sínum frá trúfesti þinni. 20Drottinn, þér þóknaðist að hjálpa mér, því skulum vér leika á strengi við hús Drottins alla ævidaga vora.

Þetta er auðvitað kolrangt! Spjallað um þýðingaraðferðir og annað skemmtilegtHlustað

30. jún 2021