Hádegið

Hádegið

Við erum öll sítengd. Það er okkar nýji veruleiki, eða hann er jafnvel ekkert svo nýr lengur. Fræðimenn segja snjallgræjurnar vera orðnar framlengingu sjálfsins - símann hina nýju hægri hönd líkamans. Þau eru fá augnablikin sem við erum ótengd, erum ekki í símanum, spjaldtölvunni, fartölvunni, vinnutölvunni, með snjallúrið á okkur, fyrir framan snjallsjónvarpið eða nettengd í gegnum spinninghjólið. En hvernig er það hægt? Hvernig getum við öll, eða flest, verið tengd öllum stundum, öll í einu? Kristjana Björk Barðdal, tæknisérfræðingur Hádegisins og þáttastjórnandi UT hlaðvarpsins Ský, ræðir við okkur um gagnaver í tæknispjalli dagsins. Við bregðum út af vananum í Hádeginu í dag og tökum okkar vikulega íþróttaspjall á fimmtudegi, enda tilefnið ærið. Kvennalandslið Íslands í fótbolta leikur mikilvægan leik í undankeppni HM 2023 í dag. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad í Serbíu og getur komist í efsta sæti undanriðilsins, upp fyrir Holland. Við spáum í spilin fyrir leikinn og möguleika Íslands á sæti á heimsmeistaramótinu með Einari Erni Jónssyni, íþróttafréttamanni í síðari hluta þáttarins. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Gagnaver og mikilvægur landsleikurHlustað

07. apr 2022