Hádegið

Hádegið

Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst og fjölmörg ríki heims hófu að beita Rússa og Rússland efnahags- og viðskiptaþvingunum, höfum við fengið fleiri og fleiri fregnir af hinum svokölluðu ólígörkum. Rússneskum auðmönnum sem taldir eru hallir undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og hafa því þurft að þola kyrrsetningu lúxussnekkja sinna, dýra fasteigna, mótmælendur fyrir utan hallir þeirra, frystingu eigna þeirra - þar með talið eins sigursælasta knattspyrnufélags Englands. En, einum þeirra tókst þó að koma 300 sæta einkaþotu sinni undan - að minnsta kosti um sinn. En hverjir eru þessir ágætu menn? Hvaðan koma auðæfi þeirra? Og af hverju er talið vænlegt til árangurs að beita þá hörðum aðgerðum í tengslum við innrásina? Við hefjum sem sagt þáttinn á örskýringu í boði Atla Fannars Bjarkasonar. Íslenskar landliðskonur í fótbolta voru eldlínunni í vikunni þegar leikið var í átta liða úrslitum meistaradeildar kvenna í fótbolta. Þá er landsleikur fram undan hjá kvennalandsliðinu við Hvíta-Rússland í undankeppni heimsmeistaramótsins, en leikið verður í Serbíu vegna aðkomu Hvít-Rússa að stríðinu í Úkraínu. Landsliðshópurinn verður kynntur eftir hádegi. Þá á karlalandsliðið tvo æfingarleiki fram undan. Við förum vítt og breitt yfir fótboltasviðið í síðari hluta þáttarins, með Helgu Margréti Höskuldsdóttur, íþróttafréttakonu. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Ólígarkar og íslenskar landsliðskonur í eldlínunniHlustað

25. mar 2022