Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp nítjánda þátt vetrarins. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange og Arnar Gunnarsson Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 10.umferð Olísdeildar karla auk þess að velja Klakaleikmenn leikjanna Egill Magnússon (FH), Jovan Kukobat (Víkingur), Birgir Steinn Jónsson (Gróttu), Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) og Breki Dagsson (Fram). Það eru háværar sögur um það að Heimir Árnason sé að bætast við þjálfarateymið fyrir norðan en hann ku vera búinn að tilkynna það. Í lok þáttar hrósuðu þeir svo RÚV fyrir þeirra metnað í garð HM kvenna sem fer fram núna í desember.

10.umferð Olísdeildar karla - Heimir Árna nýr í þjálfarateymi KA - Hrós á RÚVHlustað

01. des 2021